MediaWiki:Uploadtext/is

From Wikimedia Commons, the free media repository
Jump to navigation Jump to search

العربية | български | català | čeština | dansk | Deutsch | Deutsch (Sie-Form) | Ελληνικά | English | español | فارسی | français | galego | עברית | hrvatski | magyar | íslenska | italiano | 日本語 | ქართული | 한국어 | македонски | മലയാളം | Nederlands | norsk | occitan | polski | português | русский | slovenčina | slovenščina | suomi | svenska | ไทย | 中文

Þetta snýst allt um frelsi

Nauðsynlegt er að gefa öllum sem nota skrár af Wikimedia Commons hið fjórfalda frelsi:

  1. Frelsi til að nota verkið.
  2. Frelsi til að rannsaka verkið og nota niðurstöðurnar.
  3. Frelsi til að dreifa eintökum af verkinu.
  4. Frelsi til að búa til og dreifa afleiddum verkum.

Hefðbundinn höfundaréttur veitir ekki þetta frelsi og ef annað er ekki tekið fram er allt sem finnst á vefnum háð takmörkunum höfundaréttar og ekki leyft hér. Vinsamlegast halaðu aðeins upp skrám sem eru annaðhvort

  • í almenningi í heimalandi sínu (yfirleitt vegna þess að meira en 70 ár eru liðin frá andláti höfundarins) og í Bandaríkjunum, eða
  • hafa verið gefin út undir leyfi sem veitir hið fjórfalda frelsi.

Sjá listann af viðunandi leyfum. Hafðu einnig í huga að hala aðeins upp gagnlegum skrám; Wikimedia Commons er fyrir fræðandi og upplýsandi efni.

Fyrir verk sem þú hefur sjálf(ur) búið til, notaðu viðeigandi eyðublað.

Að lýsa efninu sem þú halar upp

Endilega flokkaðu skrárnar þínar eftir að þú hefur halað þeim upp og gefðu upp ítarlegar upplýsingar um þær. Sjá fyrstu skrefin fyrir stutta lýsingu á því ferli. Vinsamlegast fylltu inn í viðeigandi eyðublað:

{{Information
|Description=
|Source=
|Date=
|Author=
|Permission=
|other_versions=
}}
  • Description: Lýsing á innihaldinu. Best er að nota einfalt og lýsandi nafn.
  • Source: Heimildin sem efnið er fengið úr, gæti til dæmis verið vefsíða eða blaðsíða í tiltekinni bók. Ef sá sem halar upp efninu bjó það sjálfur til má rita "eigið verk".
  • Date: Hvenær efnið var búið til og hvenær það var gefið út.
  • Author: Höfundur efnisins. Ef um fleiri en einn er að ræða er rétt að nefna alla, til dæmis ef um er að ræða ljósmynd af höggmynd ætti bæði nafn höggmyndarans og ljósmyndarans að koma fram.
  • ef vill þá má nota other_versions til að setja tengil á aðrar útgáfur myndarinnar.
Ef ekki koma fram viðeigandi upplýsingar um leyfi og heimild, verður efninu eytt án frekari viðvaranar. Við þökkum skilninginn.